Áherslur og stefnumál

Skóla- og fjölskyldumál

Ég vil að Hafnarfjörður verði aðlaðandi bær sem lokkar til sín ungar fjölskyldur m.a. með framúrskarandi skólakerfi. Það er klárlega svigrúm til að gera enn betur í leikskólamálum. Það er mjög mikilvægt að við styttum biðtíma eftir plássi fyrir börn á leikskóla og ráðum fleira fagmenntað fólk til starfa hjá leikskólum bæjarins.

Vinna þarf markvisst að því að tryggja gott skólaumhverfi fyrir bæði nemendur og kennara. 

Ég tel líka mikilvægt að við hugsum til yngra fólks sem er að kaupa sitt fyrsta heimili og byrja að stofna sína eigin fjölskyldu, við verðum að auðvelda þeim að að kaupa sína fyrstu íbúð. 

Ég vil líka skapa öflugt mannlíf og stemmningu fyrir unga fólkið.

Öflugt íþrótta- og forvarnarstarf er mikilvægt og verðum við að hafa trausta og áreiðanlega þjónustu fyrir allar fjölskyldur í Hafnarfirði.

Bjarni Geir Lúðvíksson - 3.-4. sæti

Umhverfismál

Umhverfismál eru eitthvað sem eru okkur öllum mikilvægt og hafa yngri kynslóðir miklar áhyggjur af framtíðinni hvað varðar umhverfismál. Umhverfismálin eru mjög margþætt, mikilvægt er að Hafnarfjarðabær hafi góða yfirsýn yfir alla áhrifaþætti og grípi til þeirra aðgerða sem krefst til að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið.

Ég vil t.d tryggja bæjarbúum betri þjónustu með því að auka áherslu á stafrænar lausnir en það styður á sama tíma við sjálfbærni og hefur jákvæð áhrif á umhverfið. 

Atvinnu- og viðskiptamál

Það er mikilvægt að við höldum vel utan fyrirtækin sem eru nú þegar með starfsemi í Hafnarfirði, en ekki má gleyma að við eigum einmitt á sama tíma að laða ný og spennandi fyrirtæki til Hafnarfjarðar. Ég tel m.a. að við getum auðveldlega náð í fleiri ferðamenn og sé ég stór sóknarfæri í ferðaþjónustu hjá Hafnarfjarðarbæ.

Skatta- og fjármál

Það má segja að þökk sé Sjálfstæðisflokknum sé fjárhagsstaða Hafnarfjarðar mjög sterk. Ábyrg fjármálstjórnun á líðandi kjörtímabili er m.a  ástæðan fyrir því að við stöndum svona vel í dag. Sterk fjárhagsstaða gefur okkur þann kost að geta bætt enn fremur þjónustu til bæjarbúa og t.d farið í lækkun á álögum. 

Ég vill sjá lækkun á útsvari, fasteignaskatta og þjónustugjöldum í Hafnarfirði á komandi kjörtímabili.  

 

Scroll to Top